Ræktardress
- rosasoffiaharalds
- Apr 3, 2017
- 1 min read
Á laugardagsmorguninn skellti ég mér í ræktina eins og ég er vön, og sýndi frá allri æfingunni á snapchattinu mínu ´rosasoffia´. Ég fékk þó nokkrar spurningar og hrós fyrir fötin sem ég var í, og þó ég segi sjálf frá, þá var ég mjög ánægð með fatavalið mitt þennan morguninn, svo ég skellti í nokkrar myndir af dressinu til að geta sýnt ykkur hér á blogginu.


Buxurnar eru frá Startsportwear sem fást hjá N.is. Þessi týpa sem ég er í þarna heita L.A. og eru því miður uppseldar eins og er, en þær koma pottþétt aftur og svo eru þau líka með mjög flott úrval af allskonar ræktarbuxum sem ég mæli eindregið með. Getið skoðað úrvalið hér.
Peysuna og skónna keypti ég bæði á Sportsdirect.com. Ég panta mjög reglulega föt og skó í ræktina á þessari síðu og elska hvað það er gott verð þarna inni og mikið úrval, sérstaklega af skóm og hlaupafatnaði. Skórnir eru frá USA pro og er hægt að skoða hér. Peysan er frá merki sem heitir Golddigga og fæst hér. Það er mikilvægt þegar maður er að panta inná þessari síðu að velja UK og hafa verðin í pundum. Það er mikið hagstæðara og meira úrval.
Allt þetta ræktardress er á um 11-12 þúsund krónur!! Það tel ég vera mjög vel sloppið :)
xx
Rósa Soffía


























Comments